Indland - Fyrirhuguð ferð ágúst 2025

Delhi, Taj Mahal, Agra, Madurai, Munnar, Cochin

Langar þig að kynnast indverskri menningu? Við skipuleggjum tveggja vikna ferð til Indlands í ágúst 2025 í samvinnu við Welldone Travel. Indversk og íslensk fararstjórn. Í ferðinni verða einnig heimsótt barnaheimili og verkefni sem Vinir Indlands hafa styrkt í Tamil Nadu í gegnum árin.

Heildarverð verður í kringum 5-600 þúsund kr.
Við reynum að halda verðinu í algjöru lágmarki en viljum ferðast ábyrgt og styðja við þar sem við getum. Verðið felur í sér: Flug, hótel, skoðunarferðir og indversk fararstjórn. Ferða- og gistikostnaður íslenska fararstjórans, styrkur til barnaheimila og verkefna sem heimsótt verða auk kostnaðar við kolefnisjöfnun.

1. áfangi: Norður Indland – Delhi – Agra – Taj Mahal

  • Flug frá Reykjavík til London og þaðan áfram til Delhi.

  • Hittum indverska fararstjórann okkar við komuna til Delhi og förum beint á hótel. „Welcome dinner“ um kvöldið.

  • Borgarskoðun í Delhi að loknum morgunverð (4 klst).

  • Ferð til Lótus hofsins að loknum morgunverði, komið við á útimarkaði Delhi.

  • Lagt af stað til Agra eftir morgunverð. Skoðum Taj Mahal og heimsækjum marmaraverksmiðju.

  • Frjáls dagur í Agra.

  • Ekið til Delhi flugvöll og flogið í suður til Madurai í Tamil Nadu héraði miðju (3ja klst flug). Keyrt á hótel í Madurai.

2. áfangi: Suður Indland, Tamil Nadu - Madurai og Munnar

  • Eftir morgunmat verður 2-3 klst skoðunarferð um Madurai, Meenakshi temple og götumarkaður.

  • Ekið til Mudukalathur Pasumkudil þar sem rekið er heimili fyrir börn sem Vinir Indlands styðja. (90 km hvora leið).

  • Ekið frá Madurai til Munnar sem er svæði mikilla náttúruperla (fossar, skógar og fjöll). Gistum í Munnar í NATURE ZONE RESORTS í tréhúsi / afríksku tjaldi.

  • Eftir ævintýralega gistingu og morgumat förum við í göngutúr og náttúrurskoðun, heimsækjum te ræktun og njótum tilverunnar í náttúrunni. Gistum aðra nótt í Munnar

3. áfangi Kerala hérað í suðri – Cochin við vesturströnd Indlands

  • Leggjum af stað til Cochin eftir morgunmat og gistum þar (130 km 3 klst.). Kvöldrölt í Cochen.

  • Förum til Alleppey boat house í nágrenni Cochin og gistum þar í húsbáti. Þar verður kvöldverður um borð.

  • Snúum aftur til hótel í Cochin eftir ævintýralega nótt á húsbáti.

  • Tékkum út eftir morgunmat og keyrum á Cochin flugvöll. FLogið beint til Delhi. Gist á flugvallahóteli í Delhi.

  • Flug heim, frá Delhi til Reykjavíkum (millilending í London).

Ferðalýsingin er birt með fyrirvara um nauðsynlegar breytingar. Dagsetningar og hótel verða kynnt þegar nær dregur.